Hún er legend í leiknum, konan bakvið mic-inn, eldklár og hnyttin, yndisleg og vel gefin og með betri spyrlum okkar Íslendinga, þar sem hún hefur dregið ófáa þekkta og skemmtilega einstaklinga með sér í ræktina með cameru crew-i og fengið þá til þess að opna sig um hin ýmsu mál. Hún er Birna María Másdóttir, betur þekkt sem MC Bibba, og var viðmælandi minn í Radio J'adora. Við ræddum um tilkomu Gym þáttanna, uppruna nafnsins MC Bibba, hvað veitir gleði, innblástur, fyrirmyndir, sigra, rapp og margt fleira sjúklega skemmtilegt. Brought to you by Íslenska Hamborgarafabrikkan. TUNE IN. Xoxo, DJ Dóra Júlía