Ráfað um rófið

Ráfað um rófið

Í þessum þætti ráfa þær Eva Ágústa og Guðlaug Svala í fylgd tveggja gesta, sem bæði hafa komið áður í spjall. Margrét Oddný Leópoldsdóttir og Páll Ármann eru bæði, líkt og þær Guðlaug og Eva, seinhverf - eða uppgötvuðu með öðrum orðum einhverfuna sína á fullorðinsárum. Umræðan skoðar frá ýmsum sjónarhornum hvað það þýðir að greinast seint á einhverfurófi, hvort það er kostur að vita af einhverfunni og þá hvernig. Fjallað er um áskoranir og viðhorf samfélagsins og einhverfra sjálfra til lífsins og tilverunnar. "Er hægt að vera í ofbeldissambandi við samfélagið?" - er kannski stærsta spurningin sem spurt er í þessum þætti.  Þessi þáttur er sá fyrri af tveimur þar sem viðmælendur eru þeir sömu. 

Ráfað um rófið 03 02 - Margrét Oddný og Páll Ármann, Seinhverfa Hlustað

16. feb 2023