Mánudagur 20. janúar
Vigdís, Valhöll, vopnahlé, kosningaklúður og börn á flótta
Við byrjum á smá yfirferð yfir þættina um Vigdísi en fáum svo Jón Gunnarsson, fyrrum ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, til að ræða formannskjör og Landsfund. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir á ekki hans stuðning sem formannsefni. Qussay Odeh íslensk-palestínskur aktivisti fer yfir stöðuna í upphafi vopnhlés. Kristján Sveinbjörnsson, umboðsmaður Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi, hefur tekið saman nýtt minnisblað og sent landskjörstjórn vegna ágalla við síðustu þingkosningar. Síendurteknar brotalamir grafa undan trausti. Morgané Priet-Mahéo stjórnarkona samtakanna Réttur Barna á flótta segir að flóttabörn glími við margvísleg vandamál vegna lítils opinbers utanumhalds.
Rauða borðið 20. janúar: Vigdís, Valhöll, vopnahlé, kosningaklúður og börn á flótta