Fimmtudagur 16. janúar
Samtakamáttur, hjólabúar, sálfræðingar og Pusswhip
Við hefjum leika á þremur Seyðfirðingum hjá Oddnyju Eir sem segja okkur frá baráttu íbúa Seyðisfjarðar gegn áformum um sjóakvíaeldi. Þetta eru þau Guðrún Ásta Tryggvadóttir, kennari Benedikta Guðrún Svavarsdóttir og Magnús Guðmundsson. Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, baráttukona og hjólabúi missti allt sitt í bruna og ræðir við mig um áfallið og stríðið við borgina sem ekkert hefur aðhafst. Hans Hektor Hannesson, sálfræðingur ræðir um kjaramál stéttarinnar nú þegar samningar eru lausir. Þórður Ingi Jónsson, Lord Pusswhip tónlistarmaður ræðir LA lífið, tónlistina og allt þar á milli.
Rauða borðið 16. jan - Samtakamáttur, hjólabúar, sálfræðingar og Pusswhip