Rauða borðið

Rauða borðið

Þriðjudagur 17. desember Þýskaland, neytendur, alþjóðakerfið, dauðinn, börn mæðra sinna og bókarspjall Ragnar Hjálmarsson, doktor í stjórnarháttum, ræðir um fall stjórnarinnar og nýtt pólitískt landslag í Þýskalandi. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna bíður spenntur eftir því hvort ný ríkisstjórn bæti hag neytenda. Þórdís Ingadóttir prófessor í lögum við Háskólann í Reykjavík ræðir hvernig alþjóðaréttarkerfið er að styrkjast á sama tíma og vettvangur alþjóðastjórnmála veikist. Vigfús Bjarni Albertsson fyrrum sjúkrahússprestur ræðir um lífið, dauðann og lífsglímuna. Egill Sæbjörnsson myndlistarmaður aðstoðaði móður sína Ágústu Oddsdóttur við bók hennar um listmeðferð Sigríðar Björnsdóttur og Oddný Eir Ævarsdóttir rtihöfundur skrifaði og ritstýrði bók um ævistarf móður sinnar, Guðrúnar Kristjánsdóttur. Þau koma öll að Rauða borðinu og ræða bækurnar, listina, tengsl barna við mæður sínar (og öfugt) og hvernig það er að vinna með fjölskyldunni sinni. Í lokin koma rithöfundarnir Valur Gunnarsson og Gunnar Theodór Eggertsson og ræða bækur og samfélag.

Rauða borðið 17. des - Þýskaland, neytendur, alþjóðakerfið, dauðinn, börn mæðra sinna og bókaspjallHlustað

17. des 2024