Guðmundur Hrafn Arngrímsson er formaður Leigjendasamtakanna.
Anita Da Silva Bjarnadóttir og Karl Héðinn Kristjánsson ætla að ræða við Guðmund um húsnæðiskerfið á Íslandi í dag, um þörfina á öflugum leigjendasamtökum, um brotin loforð stjórnmálastéttarinnar og ríkjandi hagsmuni braskara á markaðnum og stjórnkerfinu í dag.
Hvernig berjumst við gegn einokun og ofríki fjármálaaflanna í húsnæðiskerfinu?
Þetta og fleira í beinni útsendingu á Samstöðinni kl. 18 í kvöld!
Skráið ykkur í Leigjendasamtökin á vefsíðu samtakanna leigjendasamtokin.is
Leigjendasamtökin, húsnæðiskerfi braskara og baráttan fyrir réttlæti / Guðmundur Hrafn Arngrímsson