Við ræðum við Þorleif Friðriksson sagnfræðing um mikla umbreytingartíma, frá nýlendustefnunni og fram undan iðnbyltingunni.
Tímabilið skilgreindist af miklum breytingum og átökum á milli nýrra og breyttra stétta. Aðallinn gaf eftir borgarastéttinni og fólk þyrptist úr sveitinni í borgina. Upp úr þessu hefst verkalýðsbaráttan eins og við könnumst við hana í dag.
Þorleifur er höfundur tveggja bóka um sögu Dagsbrúnar, sem nú heitir Efling, og vinnur að þriðja og síðasta bindi þessa verks.
Kynnum okkur sögu nútímans með Þorleifi, á Samstöðinni kl. 17:00.