Samfélagið

Samfélagið

Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur velti fyrir sér hvað við eigum að kalla eiginmann forseta, þar sem í fyrsta sinn er maki karlkyns, Ýmsu var velt upp svo sem forsetamaki, forsetaherra o.fl. Einnig var talað um að kjósa taktískt, strategísk eða með hjartanu. Hraunið flæðir eins og engin sé morgundagurinn á Reykjanesi, verið er að nýta það sem undirlag í vegagerð, en er hægt að nýta það sem byggingarefni? Arnhildur Pálmadóttir arkitekt og sonur hennar Arnar Skarphéðinsson kynntu hugmyndir að nýtingu hrauns á Hönnunarmars fyrir nokkrum árum. Rætt var við Arnhildi um það og samstarf hennar við dönsku arkitektastofuna Lendager, sem sérhæfir sig í endurnýjanlegum byggingum í Danmörku og víðar. Verið er að byggja nokkrar byggingar eftir hönnun Arnhildar, við forvitnumst um hvernig gengur. Rætt við Björgvin Smári Jónsson o.fl. Steyptar tröppueiningar svífa yfir brekkunni fyrir neðan Akureyrarkirkju - það hefur ekki verið hægt að ganga upp kirkjutröppurnar frá því þær voru fjarlægðar í fyrra sumar - en nú styttist í að nýju tröppurnar verði allar með tölu (umdeilt hver sú tala er) komnar á sinn stað. Við tökum framkvæmdirnar út og ræðum við fólk á staðnum Tónlist: Það vantar spýtur - Ólafur Haukur Símonarson - Olga Guðrún Árnadóttir I got you under my skin - Frank Sinatra Beðið eftir skömminni - Valdimar

NoneHlustað

04. jún 2024