Þau binda, verja gegn rotnun, sýrustilla og kekkjaverja, gefa sætt bragð eða súrt og kannski fátt sem sameinar þau annað en að þau eru táknuð með E-i, sem stendur fyrir Evrópu og ákveðnu númeri. Neyslusamfélagið kafar í dag ofan í E-efnasúpuna og leitar svara við spurningum dyggs hlustanda sem er með ofnæmi fyrir ákveðnu slíku efni. Í Mjólkursamsölunni kemur í ljós að innihaldslýsing osts hefur breyst og í matvörubúðinni er E-efnaríkasta fæðan elt uppi.
Og við höldum áfram samtali okkar við Jón Gunnar Ólafsson og Huldu Þórisdóttur, stjórnmálafræðinga, um bók sem þau voru að gefa út, sem heitir Lognmolla í ólgusjó. Bókin byggir á íslensku kosningarannsókninni og fjallar meðal annars um alþingiskosningarnar 2021 og íslenska kjósendur í áranna rás. Í dag fjöllum við um unga kjósendur, skautun í íslensku samfélagi, fjölmiðla og ýmislegt fleira.
E-efnasúpan, skautun og óöfundsverð staða ungra kjósenda