Samfélagið

Samfélagið

Það var sláandi fyrirsögn á visi.is í síðustu viku, þar sem faðir ungrar konu segir, Hefði slátrað dóttur sinni byggju þau í arabalandi. Svokölluð heiðursmorð tíðkast í mörgum ríkjum, þau tengjast æru fjölskyldunnar og allir taka þátt, foreldrar, systkini og jafnvel ömmur og afar. Slíkt mál var þingfest í síðustu viku hjá Héraðsdómi Reykjaness, þar sem átta manns er ákært fyrir ofbeldi í nánu sambandi. Stígamót vinna með alla vega mál sem koma upp, þar sem ofbeldi á sér stað, bæði gagnvart íslenskum konum jafnt og erlendum. Við ræðum við Drífu Snædal talskonu Stígamóta eftir skamma stund. Stjarneðlisfræði, mennska, gervigreind, sýndarveruleiki og áfram má telja. Háskóli unga fólksins er í fullum gangi í Háskóla Íslands þar eru 250 nemendur á aldrinum 12-14 ára að kynnast heimi fræða og vísinda og stundatafla vikunnar ansi þétt. Við ræðum við skólastjórann, Kristínu Ásu Einarsdóttur, og tökum púlsinn á krökkunum sem sum eru komin með skýrari mynd af því hvernig þau vilji svara spurningunni sem sífellt dynur á ungu fólki - hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór. Við heyrum málfarsmínútu og svo fáum við Brynhildi Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna í spjall um grísi sem sagðir voru grænir en ekki reyndist innistæða fyrir slíkum fullyrðingum. Tónlist: VALDIMAR - Blokkin. SCORPIONS - Wind Of Change. MOSES HIGHTOWER - Lyftutónlist. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Lísa Pálsdóttir.

Heiðursmorð og annað ofbeldi, Háskóli unga fólksins, málfar og dómsmál um „græna“ grísiHlustað

11. jún 2024