Samfélagið

Samfélagið

Í dag heimsækjum við neyslurýmið Ylju í Borgartúni, sem var opnað á ný í síðasta mánuði eftir um átján mánaða rof í þjónustu við fólk í virkri vímuefnaneyslu. Við ræðum við Evu Dögg Þórsdóttur verkefnafulltrúa í neyslurýminu Ylju og Kristínu Davíðsdóttur sviðsstjóra hjá Landspítalanum um hvernig reynslan hefur verið hingað til. Við ætlum að fræðast um mosa. Nánar tiltekið mosaflóruna í Hólavallagarði í Reykjavík - sem er ansi rík- við röltum um garðinn með Heimi Janusarsyni, umsjónarmanni hans - sem lumar á forvitnilegum fróðleiksmolum um garðinn og sögu hans og um áhugaverð tengsl mosa og súrmjólkur. Svo skoðum við aldargamlar ljósmæðrabækur og fæðingaskýrslur á Þjóðskjalasafni Íslands. Helga Lilja Bergmann skjalavörður ætlar að segja okkur frá þessum skjölum og hvað þau geta sagt okkur um veruleika kvenna á fyrri hluta 20. aldar.

Neyslurýmið Ylja, mosinn í Hólavallagarði og gamlar ljósmæðrabækur á ÞjóðskjalasafniHlustað

02. sep 2024