Getur Ísland náð markmiðum sínum í loftslagsmálum með því að framleiða eða kaupa kolefniseiningar? Á ríkið að selja fyrirtækjum sem vilja rækta kolefnisskóga land? Og hvernig á að tryggja að kolefniseiningar sem eru framleiddar eða keyptar geri gagn, dragi úr losun eða þoki heiminum nær kolefnishlutleysi?
Við ætlum að fjalla um kolefniseiningar, kaup og sölu á þeim en starfshópur um stöðu og tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar hér á landi, skilaði í gær skýrslu með tillögum sínum, eftir rúmlega árs vinnu. Jónas Friðrik Jónsson, hæstaréttarlögmaður leiddi starfshópinn og hann spjallar við okkur í upphafi þáttar.
Og í neyslusamfélaginu í dag rannsökum við dularfullt símasambandsleysi í Breiðholtinu. Á Facebook-síðu íbúasamtakanna Betra Breiðholts greina margir íbúar frá óútskýrðu sambandsleysi víða í hverfinu. Við fáum til okkar sérfræðing til að reyna að skilja mögulegar ástæður og átta okkur á því hvað sé til ráða.
Edda Olgudóttir, vísindamiðlari Samfélagsins, mætir svo glóðvolg í vísindaspjallið í síðari hluta þáttarins.
Tónlist í þættinum:
BIG THIEF - Certainty.
Wilson, Steven - Personal Shopper.
Kolefniseiningamarkaður, Dularfullt símasambandsleysi í Breiðholti, Öldrun flugna