Reykingar virðast njóta aukinnar hylli í dægurmenningu - frægt fólk í Hollywood sportar sígarettum á almannafæri, svokallaðir sígarettuáhrifavalda, cigfluencers, hafa skotið upp kollinum á samfélagsmiðlum og síðastliðið ár komu reykingar fyrir í 9 af hverjum 10 kvikmyndum sem tilnefndar voru til stærstu Óskarsverðlaunanna. Blaðamenn tala um áhrif tísku og einhvers konar afturhvarf til kæruleysislegs nautnalífernis fyrri tíma. Við ætlum að ræða þetta, sögu reykinga og áhrif þeirra við Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlækni á Landspítala og prófessor í læknisfræði, en hann gaf nýlega út fræðslu- og forvarnakverið Hættu nú alveg.
Svo kemur Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV til okkar, við ætlum að fara með henni aftur til ársins 1956, þegar stjórnvöld hér tóku á móti hópi ungverskra flóttamanna, rétt fyrir jól. Högni Torfason, fréttamaður ríkisútvarpsins, fékk að fara með að sækja hópinn og lýsti öllu sem fyrir augu bar af mikilli nákvæmni.
Tónlist í þættinum:
ERIC BURDON & WAR, ERIC BURDON & WAR - Tobacco Road.
THE DOORS, THE DOORS - Break on Through (To the Other Side).
Moustaki, Georges - Le Métaque.
Forvarnir og hættuleg endurkoma reykinga, koma ungversks flóttafólks 1956