Á mánudaginn, 11. nóvember, var sjálfstæðisdagur Póllands haldinn hátíðlegur víða - meðal annars á Amtsbókasafninu á Akureyri. Á þessu ári voru 22 þúsund landsmanna fæddir í Póllandi og pólska innflytjendasamfélagið er það stærsta hér - nokkuð fjölmennara en á Akureyri. Við hittum á fullorðna og börn sem voru að fagna sjálfstæðisdeginum, fræddumst um hann og ekki síst um pólska samfélagið á Akureyri þar sem meðal annars er rekinn pólskur skóli með fjárhagslegum stuðningi pólska sendiráðsins.
Á Ísafirði er verkefnið Gefum íslensku séns starfrækt, sem hefur það að markmiði að efla notkun íslenskunnar í samfélaginu og auðvelda innflytjendum að læra málið. Þau eru að undirbúa dagskrá í tilefni Dags íslenskrar tungu á morgun þar sem hvatningarverðlaunin Íslenskusénsinn verða afhent í fyrsta sinn. Gréta Sigríður Einarsdóttir fékk að heyra meira
Og síðan fáum við níunda innslagið frá Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, formanni Landverndar, sem er á COP-loftslagsráðstefnunni í Aserbaídjan
Sjálfstæðisdagur Póllands, Íslenskusénsinn og COP-29