Samfélagið

Samfélagið

Í dag höldum við áfram að fjalla um viðhaldsmeðferðir við ópíóíðafíkn, frá ýmsum hliðum. Í gær héldu skaðaminnkunarsamtökin Matthildur málþing um viðhaldsmeðferðir. Á þinginu voru ræddar meðferðir þar sem ópíóíðalyf eru notuð til að meðhöndla ópíóíðafíkn. Svona meðferðir hafa verið veittar á Vogi um árabil og það eru mjög skýrar reglur um hvernig svona meðferðir eru veittar og hvaða lyf eru notuð. En þessar meðferðir, eins og þær eru veittar í dag, ná ekki til allra sem þurfa á þeim að halda. Í dag fræðumst við um viðhaldsmeðferðir. Hvert er hlutverk lyfjafræðinga? Hvernig nálgast fangelsin viðhaldsmeðferðir? Hver er framtíð viðhaldsmeðferða á Íslandi? Við hittum mann sem á yfir 2000 útvarpstæki. Hann er rafeindavirki að mennt og að eigin sögn alveg sjúkur safnari - safnar og gerir við gömul og falleg útvarpstæki, já og ýmsar skyldar græjur. Við kíkjum á hluta safnkostsins á heimili hans á Akureyri og förum meira en hundrað ár aftur í tímann. Síðan heyrum við í nýjum pistlahöfundi Samfélagsins. Það er hún Birgitta Björk Guðmarsdóttir rithöfundur. Í dag skrifar hún pistil um samgöngur og almenningsþjónustu, um mannflóruna sem birtist farþegum í strætó og um einkabílinn.

Viðhaldsmeðferðir, samgöngur, almenningssalerni og tvö þúsund útvörp á AkureyriHlustað

26. sep 2024