Samstöðin

Samstöðin

Mánudagur 26. ágúst Skriður, skólastefna, stjórnmál í USA, fíkniefnadjöfullinn og Gaza Þarf að endurskoða búsetu, mannvirkjagerð og umferð hér á landi vegna aukinnar úrkomu og hnattrænnar hlýnunar? Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur svarar því og ræðir sérstaklega slysið óhuggulega þar sem erlendir ferðamenn týndu lífinu undir ís. Magnús Helgason sagnfræðingur fer yfir stöðuna í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Við höldum umræðu um skólamál áfram með Kristjáni Kristjánssyni, prófessor í Birmingham. Íslensk börn skortir samhygð og forvitni. Hvernig bætum við úr? Ívar Örn Katrínarson skrifaði endurminningar sínar og nefndi þær: Ég ætla að djamma þar til ég drepst. Hann kemur og rekur ferð sína til helvítis dópheimsins og leiðina til baka. Og í lokin fer Magga Stína yfir fréttir frá Gaza og ræðir auk þess níðingsverk gegn föfluðu barni sem augljóslega er brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Rauða borðið 26. ágúst - Skriður, skólastefna, stjórnmál í USA, fíkniefnadjöfullinn og GazaHlustað

26. ágú 2024