Samstöðin

Samstöðin

Ráðherraspjall, sniðganga og kona í framboði verða meðal efnis við Rauða borðið á Samstöðinni í kvöld. Tveir ráherrar ríða á vaðið í samtali við Björn Þorláksson. Guðlaugur Þór Þórðarson fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins. Auður Styrkársdóttir eftirlaunakona og Lóa Hjálmtýsdóttir koma einnig að Rauða borðinu og ræða sniðgöngu á Rapyd og Júróvision. Hver eru áhrifin á samfélagið og okkur sjálf? Í lok þáttarins kynnum við forsetaframbjóðanda til leiks, röðin er komin að Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu.

Rauða borðið 10. apríl - Ráðherraspjall, sniðganga og kona í framboðiHlustað

10. apr 2024