Miðvikudagurinn 11. september
Grunnskólinn, kappræður, ferðaþjónusta, ofbeldi systkina og Ísland anno 1703
Við höfum fjallað um skólakerfið í vikunni og nú er komið að grunnskólanum. Mjöll Matthíasdóttir formaður Félags grunnskólakennara, Gróa Axelsdóttir skólastjóri Stapaskóla Reykjanesbæ, Kristín Björnsdóttir formaður Kennarafélags Reykjavíkur og Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórafélags Íslands greina hvað er gott og hvað má betur fara í grunnskólum. Guðmundur Hálfdanarson prófessor í sagnfræði ræðir frammistöðu frambjóðendanna sem bítast um stól Bandaríkjaforseta í nótt. Guðmundur Björnsson aðjúnkt í ferðamálafræði við HÍ greinir hættur ferðaþjónustunnar og Þórdís Bjarnleifsdóttir félagsráðgjafi segir okkur frá systkinaofbeldi. Í lokin draga Guðmundur Jónsson prófessor og Óskar Guðlaugsson doktorsnemi í sagnfræði upp mynd af íslensku samfélagi í byrjun átjándu aldar.
Rauða borðið 11. sept - Grunnskólinn, kappræður, ferðaþjónusta, ofbeldi systkina og Ísland anno 1703