Samstöðin

Samstöðin

Sunnudagurinn 8 . september:  Synir Egils: Ofbeldi, innflytjendur, pólitík, verkó og mótmæli Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og fyrrum þingmaður, Ragnheiður Ríkharðsdóttir fyrrum þingkona og bæjarstjóri og Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður Samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun og ræða fréttir vikunnar og stöðuna í pólitíkinni. Þeir bræður greina stöðuna og síðan koma þau Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB og Ragnar Þór Jónsson formaður VR og segja hvers vegna stærstu heildarsamtök launafólks sameinast í mótmælum við þingsetningu. Vettvangur dagsins: Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og fyrrum þingmaður Ragnheiður Ríkharðsdóttir fyrrum þingkona og bæjarstjóri  Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður Samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun Bræður spjalla Mótmæli Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB Ragnar Þór Jónsson formaður VR

Synir Egils 8. sept - Ofbeldi, innflytjendur, pólitík, verkó og mótmæliHlustað

8. sep 2024