Miðvikudagurinn 4. september
Pólitíkin, Viðreisn, útsölur, ungdómurinn, eldgos og kommar
Sigurjón Magnús Egilsson ræðir pólitíkina við Gunnar Smára bróður sinni og ræðir síðan við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar sem áður var varaformaður Sjálfstæðisflokksins, um þessa tvo flokka. Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambandsins, fjallar um samkeppni milli matvöruverslana og falskar útsölur. Listakonurnar Sara Óskarsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir hafa blandað sér í umræðu um hnífaburð ungmenna og Björn Þorláks ræðir við þær. Einnig við Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing sem segir yfirstandandi eldgos geta orðið hættulegt þótt það ógni ekki Grindavík. Í lokin segir Skafti Ingimarsson okkur frá sögu hreyfingar kommúnista og sósíalista á Íslandi.