Árið 2019 greindist Óskar Finnsson matreiðslumeistari með banvænt krabbamein og lífslíkurnar voru sagðar vera innan við tvö ár. Hann gjörbreytti öllu sínu lífi. Hann segist fyrst og fremst þakklátur fyrir að vera enn hér og fá að hafa tilgang. Hann ræðir matreiðsluna, baráttuna við krabbameinið, æðruleysið og ævintýrin.