Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur

Gulla Bjarnadóttir átti óvenjulega æsku. Fyrsta árið var hún vistuð á barnaheimili þar sem foreldar hennar deildu um forræði yfir henni. Móðir hennar var andlega veik og faðir hennar glímdi við alkhólisma en hann fékk á endanum forræðið yfir henni. Hann hvarf oft í nokkra daga þegar hann datt í það en móðir hennar brýndi fyrir henni að láta engan vita af því svo kerfið myndi ekki skipta sér af. Hún var oft með móður sinni á geðdeild sem barn og segir hafa verið hálfgerður heimalningur þar. Þrátt fyrir óvenjuleg og erfið bernskuár segist hún engu vilja breyta þar sem reynslan geri hana að því sem hún er í dag.

Gulla BjarnadóttirHlustað

08. ágú 2024