Hjörtur Leó Hélt smá jólaboð í SelfossTV hljóðverinu. Í fyrri hluta þáttarins fór hann yfir málin með Eyþóri Lárussyni þjálfara mfl. kvenna, Perlu Ruth Albertsdóttur leikmanni Selfoss og íslenska landsliðsins og Árna Geir Hilmarssyni fastagestur í Selfoss hlaðvarpinu. Í seinni hlutann mættu þeir Þórir Ólafsson þjálfari mfl karla, Einar Sverrisson leikmaður Selfoss og Árni Þór Grétarsson framleiðandi Selfoss hlaðvarpsins ásamt einhverjum fleiri höttum.
Um áramót er við hæfi að líta um öxl og gera upp árið og taka svo fagnandi á mót því nýja og það er nákvæmlega það sem við í Selfoss hlaðvarpinu gerðum í þessum þætti.
Selfoss hlaðvarpið sendir hlustendum sínum um veröld alla hugheilar kveðjur um gleðilegt nýtt ár og þakkar innilega fyrir samfylgdina á árinu sem var að líða.
Næstu leikir hjá liðunum okkar eru:
Lau 6. jan Selfoss - Fjölnir mfl kvk
Mið 10. jan Selfoss U - Grótta U 2. deild kk
Fös 12. jan Ísland - Serbía EM
Sun 14. jan Fram U - Selfoss mfl kvk
Sun 14. jan Ísland - Svartfjallaland EM
Þri 16. jan Ísland - Ungverjaland EM
Selfoss hlaðvarpið #062 - En minning þess víst skal þó vaka