Í þessum fyrsta þætti af fimm er sagt frá uppvaxtarárum Guðnýjar Eyjólfsdóttur og systur hennar Jósefínu. Álfatrú kemur við sögu og fjallað er um endalok torfbæjarins Nauthóls. Í þættinum er rætt við Kristínu Svövu Tómasdóttur sagnfræðing, Dalrúnu Kaldakvísl sagnfræðing og Þórarin Óskar Þórarinsson. Einnig heyrast upptökur sem varðveittar eru á gagnagrunninum Ísmús þar sem Hallfreður Örn Eiríksson þjóðfræðingur ræðir við Jósefínu Eyjólfsdóttur spákonu. Ísmús er í umsjá Tónlistarsafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns. Í þættinum heyrist tónlist eftir Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur sem listhópurinn Hlökk flytur, einnig tónlist úr smiðju The Caretaker, Önnu Þórhallsdótturog Kai Normann Andersen.