Deilisamgöngur eru sagðar ferðamáti framtíðarinnar og jafnvel er talað um að við munum ekki þurfa okkar eigin bíl í framtíðinni. Þýðir það að allir munu ferðast með strætó eða verða farveitur á borð við Uber og Lyft leyfðar hér á landi? Tekur hugtakið deilisamgöngur á fleiri samgöngumátum en almenningssamgöngum og einkabílnum? Hrönn Karólína Hallgrímsdóttir samgönguverkfræðingur og sérfræðingur í deili- og snjallsamgöngum sat fyrir svörum hjá Björgheiði Albertsdóttur. Hrönn, útskýrir þessi hugtök fyrir okkur og hvað þau þýða fyrir framtíðarsamgöngur okkar á Íslandi.
Hrönn Scheving Hallgrímsdóttir: „Deilisamgöngur, snjallsamgöngur og þróun á Íslandi“