Árið 1979 var ævintýri líkast fyrir Skagamenn. Liðið fór í þriggja vikna keppnisferð til Norður-Súmötru á Indónesíu um vorið, spilaði tvo vináttuleiki við Feyenoord um sumarið og mætti svo Barcelona í Evrópukeppni bikarhafa um haustið. Álagið var mikið þetta ár því liðið lék alls 42 leiki frá miðjum mars til byrjun októbers. Jón Gunnlaugsson settist […]