Skoðanabræður

Skoðanabræður

Biðin var löng og ströng en nú er hann mættur í hljóðver til okkar, enginn annar en Beggi Ólafs. Hann býr í Los Angeles en er í heimsókn í framtíðarlandinu. Hann ætlar sér stóra hluti úti, er með hugann við persónulega þjálfun, við gervigreind, við sálfræði, við bætingar og hefur frá mörgu að segja. Ferilllinn! Hvernig varð Beggi Óla að þeim sem hann er, hvernig var í fótbolta, ekki eitrað, segir Beggi, það var samt mjög sturlað og jú smá eitrað, en þar er ekki átt við „klefamenninguna“. Við ræðum þá kontróversíurnar, sem hafa verið nokkrar. „Umdeildur“ er stundum sagt. Þetta er allt voðalega vinalegt.

#325 Skoðanir Begga ÓlafsHlustað

02. ágú 2024