Skúffuskáld

Skúffuskáld

Elísabet Thoroddsen er viðmælandi minn í þessum þætti. Í samstarfi við Bókabeituna gaf hún út sína fyrstu skáldsögu fyrir stuttu. Það er bókin Allt er svart í myrkrinu og var hún tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og ungmenna. Elísabet lærði kvikmyndagerð og hefur lengi skrifað fyrir skúffuna. Hún fór í rithóp og eftir það fóru hjólin að snúast hratt. Þetta og svo margt fleira ræddum við í þættinum.Skúffuskáld á Instagram og FacebookHvað er Lubbi Peace? Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

Elísabet ThoroddsenHlustað

15. des 2022