Sunna og Elín hafa setið tímunum saman á bar en hafa þrátt fyrir það aldrei gerst sekar um hatursorðræðu gagnvart samstarfsfólki sínu og minnihlutahópum. Sunna og Elín ræða um #klausturgate og viðbrögð þeirra sem komu að því máli. Þær ræða samsæriskenningar, kerfisbundna kvenfyrirlitningu, viðbrögð skeleggra kvenna við upptökunum og hvort þjóðkjörnir fulltrúar geti komist upp með svona hegðun.