Smá pláss

Smá pláss

Sunna og Elín byrjuðu í menntaskóla fyrir 10 árum. Á þeim tíma var drusluskömmun daglegt brauð og að skilgreina sig sem femínista var félagslegt sjálfsmorð. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og kvenréttindabarátta fengið meira pláss í meginstreyminu. Beyoncé skilgreinir sig opinberlega sem femínista og fólk í framhaldsskólum í dag er mun opnara fyrir málstaðnum. En er feminísmi orðinn jafn vinsæll og raun ber vitni eða er mögulegt að fólk sé að skilgreina sig sem femínista en haga sér á andféminískan hátt? Gestur Sunnu og Elínar er Laura Sólveig Lefort Scheefer, formaður Emblu, femínistafélagsins í MH. Þær ræða um fréttapésa, sleikmyndbönd, útbreiðslu femínisma um framhaldsskóla landsins og milvægi þess að hafa val til að skilgreina sig sjálfur.

Femínismi í framhaldsskólumHlustað

19. sep 2018