Smá pláss

Smá pláss

Sunna og Elín fá allt önnur viðbrögð frá samfélaginu en karlar fyrir sömu hegðun. Tvískinnungar (e. double standards) leynast víða. Karlar mega eldast, konur eiga að halda sér í formi tvítugrar konu út ævina og lita á sér hárið þegar það gránar. Lauslátir karlmenn eru folar, konur sem haga sér eins eru druslur. Konur sem skipta um bleyjur á börnunum sínum eru að gera það sem er búist við af þeim, karlar sem gera það sama eru ótrúlega góðir pabbar. Þessi tvískipting samfélagsins og afleiðingar hennar eru skaðlegar fyrir bæði kyn. Sunna og Elín ræða það að borga fyrir sinn eigin mat á deiti, raunfrelsi geirvartna og hræsnina sem fylgir tvískinnungum. Cars Against Harrassment á Twitter - sjá #ShirtlessShamers https://twitter.com/CardsAgstHrsmt Philip Wollen : Animals Should Be Off The Menu debate https://www.youtube.com/watch?v=uQCe4qEexjc

TvískinnungarHlustað

26. sep 2018