Smá pláss

Smá pláss

Sunna og Elín eru með líkama og hafa frá byrjun fengið mjög skýr skilaboð frá samfélaginu um hvernig þeir eigi að líta út. Líkamar sem uppfylla ekki þessi skilyrði verða enn fyrir aðkasti og lýsingarorðið „feitur“ er hlaðið öðrum og verri merkingum. Gestur Sunnu og Elínar er Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um Líkamsvirðingu. Þær ræða saman um réttlætingu á fitufordómum, líkamsvirðingu á instagram, sjúkdómsvæðingu holdafars og útvötnun hugtaksins „body positivity“. Tara Margrét á Instagram https://www.instagram.com/taramvil/?hl=en Skömm á Rúv Núll http://www.ruv.is/utvarp/spila/skomm/27831?ep=89db3h

LíkamsvirðingHlustað

17. okt 2018