Smá pláss

Smá pláss

Sunnu og Elínu finnst eins og stundum sé ekki tekið mark á því sem þær segja. Hversu oft hafa þær lent í aðstæðum þar sem frásögn þeirra er dregin í efa? Hversu oft hafa þær komið með hugmynd upp á borðið en einhvernvegin virðast hún ekki komast til skila fyrr en karlmaður endurtekur eða tekur undir hana? Hversu algengt er að afskrifa skoðanir, frásagnir og framkomu kvenna sem tilfinningasemi, hysteríu og fáfræði? Elín og Sunna ræða óttann við að segja frá ofbeldi og áreitni í samfélagi sem stimplar konur sem athyglissjúkar. Þær minna sig á að samfélagið hefur forritað þær til þess að draga úr sjálfum sér í ofanálag, og reyna að segja ekki “kannski“, “held ég“ og “bara“ í öðru hverju orði.

Trúverðugleiki kvennaHlustað

06. jún 2018