Smá pláss

Smá pláss

Sunna og Elín njóta ýmissa forréttinda. Þeirra femínismi á ekki við alla, t.d. eru fatlaðar konur með önnur forgangsatriði og sjónarhorn í sinni baráttu. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir er gestur þáttarins að þessu sinni en hún hefur lagt ómælda vinnu í að fræða almenning um fötlunarfordóma og ableisma. Hún ræðir við Sunnu og Elínu um lífið í hjólastól, birtingarmyndir fatlaðra sem vinalaus grey í bíómyndum, aðstoð án samþykkis, áætlaðan hetjuskap fatlaðra og óaðgengilegan femínisma. Inga Björk á Twitter: @ingabbjarna

Fötlun og femínismiHlustað

03. okt 2018