Sunna og Elín lenda stundum í fávitum. Fávitar eiga það til að senda fólki óumbeðnar typpamyndir, hótanir og svívirðingar á netinu. Kynferðisleg áreitni grasserar á samfélagsmiðlum og lítið virðist vera gert í því eins og er. Sólborg Guðbrandsdóttir, gestur þáttarins, heldur úti Instagram-reikningnum Fávitar, þar sem hún deilir skjáskotum af kynferðislegri áreitni á netinu. Sunna og Elín ræða við hana um ástæðurnar á bak við svona hegðun, mikilvægi þess að halda umræðunni áfram og hvernig hægt sé að breyta þessu samskiptamynstri. Fávitar á Instagram https://instagram.com/favitar Assholes Online https://www.instagram.com/assholesonline/ Why Men Send Pics of Their Junk https://www.psychologytoday.com/us/blog/women-who-stray/201602/why-men-send-pics-their-junk