Snæbjörn talar við fólk

Snæbjörn talar við fólk

S01E86  – Esther Talía Casey er leikkona og söngkona, tveggja bara móðir og tískuáhugamanneskja. Hún er hálfur Íri en leiðir hennar og föður hennar skildu þegar hún var tveggja ára. Siðan þá hefur hún hitt hann afar óreglulega og ekki hægt að segja að hann sé hluti af lífi hennar. En það er allt í lagi og allir sáttir. Esther var söngkona hljómsveitarinnar Bang Gang en þurfti að velja á milli hljómsveitarinnar og leiklistarferilsins, vegna þess að einhverjar leiklistarfrekjur fóru fram á það. Hún hefur þurft að berjast fyrir sínu, hefur tvennar sögur að segja af farsæld þess að vinna með sínum nánustu, hefur verið með manninum sínum síðan þau voru í 10. bekk og farið gegnum súrt og sætt með honum. Hún leikur í sýningunni um Bubba Morthens, Níu lífum, sem Borgarleihúsið myndast við að sýna milli heimsfaraldurshrina. Esther finnst gaman að hafa fínt í kringum sinn og rækta garðinn sinn. Hún ferðast mikið utanlands og finnst gaman að væna og dæna. Gott spjall.  – Síminn Pay býður upp á STVF. Pay Mathöll hefur nýja árið á sjóðheitu 1.000 króna tilboði. Oumph! grænmetisvefja hjá KORE á aðeins 1.000 krónur! Tilboðið gildir frá þriðjudegi til þriðjudags og þegar þú pantar og greiðir í gegnum Síminn Pay appið. Þú velur svo hvort þú vilt sækja hjá Kore Granda eða Kringlunni.  – FlyOver Iceland býður upp á STVF. The Real Wild West er nýjasta sýning FlyOver Attractions. Í henni er flogið yfir Vesturríki Bandaríkjanna, t.d. Utah, Kaliforníu, Arizona og Montana. Hægt er að bóka tíma á vefnum: www.flyovericeland.is  – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

#0086 Esther Talía CaseyHlustað

06. jan 2022