Snæbjörn talar við fólk

Snæbjörn talar við fólk

S01E57  – Ólafur Þór Jóelsson er tölvuleikjanörd að atvinnu. Hann hefur verið þáttastjórnandi GameTíví frá því hann hóf göngu sína og nýtur þess enn í dag að spila tölvuleiki með vinum sínum, nú orðinn um fimmtugur. Á sínum yngri árum lét Ólafur sig dreyma um að verða leikari eða uppistandari en lét aldrei verða af því að taka stökkið af alvöru. Í dag er hann þó nokkuð viss um að draumurinn hafi alltaf verið sá að geta glatt fólk og sent það frá sér brosandi út í daginn. Ólafur nýtur þess að bæta sjálfan sig, var virkur í Dale Carnagie þar sem hann lærði margt sem hjálpað hefur honum í gegnum lífið og telur að hann hafi val um að vera hamingjusamur. Til þess þurfi að slökkva á fullkomnunarsinnanum og vera bara ánægður með að vera bara með sex í öllu. Þessari innsýn á lífið og heilmiklu um tölvuleiki deilir Ólafur með okkur í þessu viðtali. Gott spjall.    – Síminn Pay býður upp á STVF. Í Síminn Pay appinu getur þú keypt inneign hjá Play Air fyrir næstu utanlandsferð og út þessa viku er 20% afsláttur af öllum mat hjá Umami Sushi Bar! https://www.siminn.is/siminn-pay    – Bónus býður upp á STVF. Bónus biður okkur vinsamlegast um að hjálpa þeim að skila öllum Bónuskerrunum heim! Kerrurnar eru auðlind og gera engum gagn á vergangi. Hér að neðan má finna hlekk á nýútgefna samfélagsskýrslu Bónuss fyrir árið 2020. https://bonus.is/samfelagsskyrsla-bonus-2020/      – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

#0057 Ólafur Þór JóelssonHlustað

17. jún 2021