Snæbjörn talar við fólk

Snæbjörn talar við fólk

S01E69  – Helga Vala Helgadóttir hefur setið á Alþingi Íslendinga frá árinu 2017, verið umboðsmaður hljómsveitarinnar Mammút og leikið í farandleiksýningum á Bretlandseyjum. Þar er ekki næstum því allt upp talið enda er Helga Vala mjög iðin manneskja. Sjálf lýsir hún sér barnungri sem glöðum brjálæðingi og virðist orkan hvergi nærri þrotin síðan þá. Þótt hún sé ekki með stúdentspróf hefur Helga Vala lokið þremur háskólagráðum, einni í leiklist og tveimur í lögfræði þar sem hún uppgötvaði óvæntan áhuga á skattarétti, og í dag er hún staðráðin í að læra húsasmíði um leið og tóm gefst meðfram stjórnmálunum. Gífurlega víðfeðm reynsla á ekki fleiri árum. Gott spjall.    – Síminn Pay býður upp á STVF. Njóttu þess að horfa á sjónvarpið. Þú getur fengið nýja Apple TV í Síminn Pay appinu á litlar 34.990,- krónur!    – Sjóvá býður upp á STVF. Hlaupum saman í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ 11. september 2021! Skráningu og allar helstu upplýsingar má finna á heimasíðunni kvennahlaup.is.    – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

#0069 Helga Vala HelgadóttirHlustað

09. sep 2021