Snæbjörn talar við fólk

Snæbjörn talar við fólk

S01E68  – Bjarni Benediktsson er sjálfstæðismaður. Alveg grjótharður sjálfstæðismaður. Hann er fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins og andar stjórnmálum allan daginn. Bjarni er lögfræðingur að mennt og starfaði sem slíkur framan af. Á ferli sínum hefur hann komið við í forsætisráðherrastólnum og komið sér kyrfilega fyrir milli tannanna á fólki. Hann er umdeildur, elskaður og hataður. Bjarni kemur afskaplega skemmtilega fyrir sig orði en var þó afar ragur við ræðuhöld á yngri árum. Hann er stoltur af því að hafa komið Íslandi í gegnum erfiða tíma, fylgist með fótbolta og ræktar blóm og matjurtir í gróðurhúsinu sínu. Nú er hann á leið til kosninga og það leynir sér ekki.   Gott spjall.    – Síminn Pay býður upp á STVF. Í appinu getur þú pantað allskonar mat frá allskonar stöðum. Skoðaðu Mathallar-flipann, pantaðu og náðu í eitthvað djúsí að borða. Þessa vikuna mælum við með Brewdog – vegna þess að það er sérstakt uppáhald.   – Sjóvá býður upp á STVF. Snæbjörn er kominn með nýjan iPad eftir að sonur hans braut hinn. Það tók 2 sekúndur að brjóta hann, 5 mínútur að tilkynna tjónið og örfáa daga að skipta tækinu út. Snæbjörn sjálfur dró þetta hinsvegar í nokkra mánuði. Sjóvá gott, Snæbjörn meh.    – Hljóðkirkjan býður upp á 4 þætti í viku sem stendur. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

#0068 Bjarni BenediktssonHlustað

02. sep 2021