Snæbjörn talar við fólk

Snæbjörn talar við fólk

S01E60  – Hallgrímur Ólafsson er að eigin sögn frábær í að veiða í soðið og selja alls konar dót. Hann er einni fínasti tónlistarmaður en það tók hann þónokkurn tíma að treysta á færni sína á leiksviðinu, þótt það síðarnefnda sé atvinnan hans. Hann er Skagamaður í húð og hár, alinn upp á Bubba og finnst best að vinna í hóp, þar sem hann fær ekki margar hugmyndir sjálfur. Einnig finnst honum mikilvægt að gera hlutina af sannfæringu og taka þá alla leið, ekki vinna í hálfkáki. Til að mynda hefur hann enga þolinmæði fyrir hollustuútgáfum á mat sem á að vera óhollur! Í dag nýtur hann að geta valið sjálfur verkefnin sem hann tekur að sér – þó hann finni gleðina á sviðinu í hverju hlutverki. Gott spjall.        – Síminn Pay býður upp á STVF. Vertu eins og Snæbjörn og pantaðu þér gúrme veislu frá Duck and Rose – allt í Síminn Pay appinu.    – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

#0060 Hallgrímur ÓlafssonHlustað

08. júl 2021