Snæbjörn talar við fólk

Snæbjörn talar við fólk

S01E87  – Arnar Þór Gíslason er einn af mest áberandi trymblum landsins. Bæði er hann afskaplega afkastamikill, spilar og hefur spilað með fjölda hljómsveita og tónlistarfólks, en þar á meðal eru Dr. Spock, Pollapönk, Mugison, Jónas Sig, Lára Rúnars, Írafár og miklu fleiri, en að auki hefur hann áberandi og heillandi stíl. Addi er þó ekki tónlistarmaður að aðalatvinnu því hann er framkvæmdastjóri þeirrar stórkoslegur búðar sem Hljóðfærahúsið kallast og stendur þar vaktina dags daglega. Hann er Hafnfirðingur, á konu og tvö börn, ekki maður mikilla framtíðarplana og reynir að gera það vel sem hann gerir. Morgunrútínan er gufa, kaldur pottur, hugleiðsla, endurtekning — öfga- og látlaust. Hann er ótrúlega skemmtilegur maður sem setur þarfir annarra yfirleitt framfyrir sínar eigin. Og hann er óóógeðslega góður á trommur. Gott spjall.  – Síminn Pay býður upp á STVF. Vinsælustu beyglurnar hjá Bagel'n'Co, Skeifunni 15 á aðeins 1.000 krónur! Tilboðið gildir frá þriðjudegi til þriðjudags og þegar þú pantar og greiðir í gegnum Síminn Pay appið.  – FlyOver Iceland býður upp á STVF. The Real Wild West er nýjasta sýning FlyOver Attractions. Í henni er flogið yfir Vesturríki Bandaríkjanna, t.d. Utah, Kaliforníu, Arizona og Montana. Hægt er að bóka tíma á vefnum: www.flyovericeland.is  – Rokksafn Íslands býður upp á STVF. Rokksafn Íslands er safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Safnið er staðsett í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Á safninu er að finna tímalínu um sögu íslenskrar tónlistar á Íslandi allt frá árinu 1830 til dagsins í dag.  – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

#0087 Arnar Þór GíslasonHlustað

13. jan 2022