Snæbjörn talar við fólk

Snæbjörn talar við fólk

S01E88  – Vigdís Jóhannsdóttir er trukkur. Hún er vinkona mín og við unnum saman á auglýsingastofunni Pipar\TBWA í mörg ár. Hún er markaðsstjóri hjá Stafrænu Íslandi í dag og sinnir ytri og innri markaðsmálum. Hún er alin upp í Keflavík, miklu yngri en bræður hennar tveir, tók þátt í fegurðarsamkeppnum, lærði á hljóðfæri og lék með leikfélaginu. Hún ætlaði að verða leikkona, veðurfræðingur og allskonar fleira áður en hún lenti í kjafti fjölmiðlabransans þar sem hún ílengdist í mörg ár. Hún á börn og mann, er í mastersnámi með vinnunni og langar fyrst og fremst að gera samfélaginu gagn. Og það gengur vel. Hún gerir matseðil fyrir alla vikuna. Það er stórkostlegt. Dísa er snillingur. Gott spjall.  – Síminn Pay býður upp á STVF. Þessa vikuna býður Chikin í samstarfi við Símann Pay upp á kjúklingaborgara á aðeins 1.000 krónur. Tilboðið gildir frá þriðjudegi fram á þriðjudag og aðeins þegar þú pantar og greiðir gegnum Símann Pay appið.  – FlyOver Iceland býður upp á STVF. The Real Wild West er nýjasta sýning FlyOver Attractions. Í henni er flogið yfir Vesturríki Bandaríkjanna, t.d. Utah, Kaliforníu, Arizona og Montana. Hægt er að bóka tíma á vefnum: www.flyovericeland.is  – Sjóvá býður upp á STVF. Nákvæmlega þegar ég skrifa þetta sitjum við Agnes og maulum súkkulaði sem Sjóvá sendi okkur inn um lúguna. Súkkulaðið sem kom með kvittuninni sem fylgdi því að Sjóvá bætti henni gleraugun sem brotnuðu um daginn.  – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

#0088 Vigdís JóhannsdóttirHlustað

20. jan 2022