Snæbjörn talar við fólk

Snæbjörn talar við fólk

S01E61  – Unnur Ösp Stefánsdóttir er leikkona fram í fingurgóma en fullyrðir þó að hún hafi verið alveg ömurleg sem slík lengi framan af ferlinum. Hún fékk nýlega aragrúa af Grímuverðlaunum fyrir sýninguna Vertu úlfur sem leikin er af manninum hennar, Birni Thors. STVF vekur athygli á að sýningar á því verki hefjast aftur í ágúst. Þar fyrir utan þekkjum við hana fyrir allt hið góða sem Vesturport hefur sett upp, kvennafangelsisþáttaröðin Fangar var ekkert nema listaverk, en þar kom hún að svo að segja öllu. Hún er trukkur, fjögurra barna móðir og hefur fengið að bragða á flestum útgáfum lífsins. Hún er rétt að byrja og handa við hornið bíða næstu meistaraverk. Hún á auðvelt með að gefa af sér og gerir það svo sannarlega í þessu viðtali. Gott spjall.    – Síminn Pay býður upp á STVF. Pantaðu mat í appinu og fylgstu sérstaklega með tilboðum á þriðjudögum. Vertu eins og Snæbjörn og pantaðu borgara frá Smass þegar þú nennir ekki að elda.  – Sjóvá býður upp á STVF. Brjóttu iPaddinn þinn og láttu Sjóvá beinlínis hvetja þig til að fara með hann í viðgerð. Ef þú ert svo eins og Snæbjörn frestar þú því um margar vikur. Sjóvá > Snæbjörn  – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

#0061 Unnur Ösp StefánsdóttirHlustað

15. júl 2021