Söguskoðun

Söguskoðun

Réttindabarátta hinsegin fólks hefur náð fram miklum sigrum og viðhorfsbreytingum á Íslandi síðastliðna áratugi, og sú þróun er enn að eiga sér stað mjög hratt í okkar samtíma. Saga hinsegin fólks hefur verið blóði drifin vegna fordóma og ofsókna, og í sagnaritun hingað til hefur oft verið skautað yfir hinsegin veruleika vegna túlkunar sagnfræðinga eða skorts á heimildum. Nú er hins vegar öldin önnur og mikil gróska hefur verið í hinsegin sagnfræði sem vaxið hefur fiskur um hrygg samfara réttindabaráttu hinsegin fólks. Í þessum síðasta þætti ársins ræða Söguskoðunarmenn um hinsegin fólk í sögunni. Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:Soguskodun.com | soguskodun@gmail.comEinnig á Facebook og Youtube. Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.

43 - Hinsegin sagaHlustað

12. des 2021