Söguskoðun

Söguskoðun

Þessi þáttur er sjálfstætt framhald síðasta þáttar um uppruna Rússlands sem stórveldis. Pétur mikli færði höfuðborg keisaradæmisins frá Moskvu, þriðju Róm, vestur til Pétursborgar í upphafi 18. aldar og er sú breyting táknræn fyrir þá áherslu sem Rússar fóru nú að leggja á Evrópu á öllum sviðum.  Á 18. öld varð rússneska keisaradæmið að evrópsku stórveldi. Árið 1812 stóðu Rússar uppi sem sigurvegarar yfir Napóleon og á 19. öld varð tsarinn í Pétursborg varðhundur afturhaldsins í álfunni, þar til bolsévikar felldu síðasta einvaldinn í Evrópu árið 1917. Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:Soguskodun.com | soguskodun@gmail.comEinnig á Facebook og Youtube. Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.

49 - Rússneska keisaradæmiðHlustað

24. maí 2022