Söguskoðun

Söguskoðun

Þegar Vestrómverska ríkið féll með Rómarborg árið 476 e. kr. lifði Austrómverska ríkið áfram í mörg hundruð ár. Í raun lifði ríkið allt fram til ársins 1453 þegar borgin Konstantínópel, Nýja Róm, féll í hendur Tyrkja. Oft hefur Austrómverska ríkið, eða Býsanska ríkið, fallið í skuggann í sögunni. Gibbon kallaði Býsanska ríkið eina samfellda sögu spillingar og niðurifs - eins konar hægan dauða í þúsund ár.Í þættinum í dag ræða Ólafur og Andri um hugtakanotkun um þetta ríki. Er hugtakið "býsanskur" gildishlaðið og neikvætt? Afhverju köllum við ríkið ekki bara Rómarveldi, eða Rómaníu, eins og íbúar þess kölluðu landið sitt sjálf allt frá falli Rómar 476 fram að falli Nýju Rómar 1453?Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:Soguskodun.com | soguskodun@gmail.comEinnig á Facebook og Youtube. Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.

35 - Nýja RómHlustað

24. mar 2021