Söguskoðun

Söguskoðun

Í þessum þætti ræða Ólafur og Andri um heimildir vítt og breytt. Allt starf sagnfræðinga byggist á notkun heimilda og eru þær gluggi okkar inn í fortíðina.  Þegar fram líða stundir breytist verk sjálfra sagnfræðinganna í frumheimildir um þeirra eigin tíma, og þannig heldur hringrás heimildanna áfram. Rætt er um heimildagildi, sanngildi heimilda og aðgengi að heimildum, allt frá handritasöfnun á 18. öld, til prentútgáfu á 19. og 20. öld og stafrænnar útgáfu heimilda á 21. öld. Hvaða álitamál fylgja þessari þróun og hvernig stöndum við frammi fyrir heimildum í dag á tímum hinnar stafrænu vendingar? Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:Soguskodun.com | soguskodun@gmail.comEinnig á Facebook og Youtube. Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.

37 - Heimildaspjall I - Af skinni á skjáinnHlustað

19. apr 2021