Söguskoðun

Söguskoðun

Undir lok síðustu aldar var mikið rætt um sögukennslu og framreiðslu sögunnar á Íslandi. Íslenskir sagnfræðingar höfðu þá á síðustu áratugum 20. aldar skorað á hina hefðbundnu söguskoðun sjálfstæðisbaráttunnar, sem ríkt hafði á Íslandi frá 19. öld, um að þjóðin hafi í aldanna rás staðið sameinuð gegn náttúruöflunum og erlendu valdi í gegnum gullöld, niðurlægingartímabil og endurreisn.Íslenska söguendurskoðunin hefur skotið föstum rótum í fræðasamfélaginu og hjá stórum hluta almennings, en enn má finna söguskoðun Jónasar Jónssonar frá Hriflu víða, enda flest okkar sem nú lifa alin upp við hana. Þar fyrir utan er hún hluti af menningararfi og sameiginlegu minni þjóðarinnar.Hvað er söguskoðun? Afhverju og hvernig breytist hún? Munum við sjá nýja allsherjar endurskoðun Íslandssögunnar á næstu áratugum þegar við göngum inn í nýja öld?Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:Soguskodun.com | soguskodun@gmail.comEinnig á Facebook og Youtube. Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.

28 - Íslenska söguendurskoðuninHlustað

15. nóv 2020