Söguskoðun

Söguskoðun

Andri og Ólafur ræða í þessum þætti gang og afleiðingar Krímstríðsins 1853-1856 milli Rússa annars vegar og Frakka, Breta, Tyrkja og Sardiníumanna hins vegar. Krímstríðið var fyrsta styrjöldin sem háð var á milli evrópsku stórveldanna eftir Vínarfundinn 1815. Hún var einnig fyrsta stórveldastríðið í Evrópu eftir að iðnbyltingin hóf innreið sína með tilheyrandi tækninýjungum. Þetta var svo að segja fyrsta stríðið sem fékk daglega athygli fjölmiðla heimafyrir, og í fyrsta sinn sem beint var athygli að velferð og heilsu hins óbreytta hermanns á vígvellinum, þar sem m.a. áttu sér stað framfarir í hjúkrun særðra.Krímstríðið var afleiðing og orsök þess að hið margumrædda valdajafnvægi Evrópukonsertsins fór að sveiflast og skjálfa, og í kjölfar hennar hófst þróun í samskiptum stórveldanna sem leiddi að lokum til fyrri heimsstyrjaldar. Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:Soguskodun.com | soguskodun@gmail.comEinnig á Facebook og Youtube. Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.

78 - Krímstríðið 1853-1856Hlustað

05. jan 2024