27. desember 2023
93 þrjár björgunarsveitir eru starfandi á Íslandi. Samtals taka um 4.500 sjálfboðaliðar virkan þátt í starfi sveitanna og eru tilbúin að svara kallinu þegar þörf er á. En þótt björgunarsveitarfólk sé í sjálfboðavinnu þá kostar það sitt að reka sveitirnar, nánar til tekið um tvo milljarða króna á ári, segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar; landssamtaka björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi. Ævar Örn Jósepsson ræðir við hann um fjármögnun sveitanna.
Stöðugt berast af því fréttir að stjórnvöld á Ítalíu reyni með öllum ráðum - og sumum vafasömum - að stöðva straum flóttafólks til landsins. Giorgia Meloni forsætisráðherra hét því fyrir þingkosningarnar í september í fyrra að beita sjóhernum til að koma í veg fyrir að hælisleitendur frá Norður-Afríku næðu til landsins. Á sama tima glíma ítalskir vinnuveitendur við viðvarandi skort á vinnuafli. Ásgeir Tómasson segir frá.
Mikill einhugur ríkir um það í heimi veður-, umhverfis- og loftslagsvísinda, að loftslag Jarðar hafi hlýnað óeðlilega mikið frá því að iðnvæðing heimsins hófst fyrir alvöru á fyrri hluta nítjándu aldar; að hlýnunin sé af mannavöldum og að hana þurfi að stöðva með öllum ráðum. En þótt einhugurinn sé mikill meðal loftslagsfræðinga er hann ekki algjör, og utan vísindaheimsins eru þeir ófáir sem telja sig vita betur en samanlagður sérfræðingaherinn á þessu sviði. Á vefnum Loftslag.is má finna lista yfir helstu rök þeirra sem efast eða hreinlega aftaka með öllu ráðandi kenningar um hlýnun Jarðar og afleiðingar þeirra. Ævar Örn Jósepsson fékk Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðing og sérfræðing í loftslagsmálum hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, til að renna yfir listann, sem skiptist í þrjá meginflokka.
Björgun og flugeldar, vinnuafl á Ítalíu og loftslagsmýtur